Afkoma Veðurstofu Íslands er í samræmi við rekstraráætlun ársins og frávik frá gjaldaheimild óveruleg, eða um 0,4%. Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar í dag, en fram kom í fréttum í gær að stofnunin hefði farið yfir 100 milljónir fram úr áætlun.
Á vef Veðurstofunnar er bent á að reksturinn sé að miklu leyti fjármagnaður með sértekjum, eða sem nemur 60% af heildarfjármögnun stofnunarinnar. Má þar nefna þjónustu við alþjóðaflugið, ofanflóðasjóð og þjónustu- og rannsóknarverkefni.
„Vegna þessa er dreifing tekna innan ársins ójöfn og er reynt að gera ráð fyrir því í greiðsluáætlun ársins. Umfjöllunin í fréttum byggir á ársfjórðungsstöðu yfir fjárreiður ríkissjóðs en ekki var búið að færa allar sértekjur fyrstu sex mánuði ársins til tekna í bókhaldi stofnunarinnar þegar staðan var tekin út, sem skýrir frávikið.“
Sjá einnig:
Fjögur ráðuneyti yfir heimildum