Evrópuríkin þurfa að efla varnir sínar

Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri NATO.
Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri NATO. mbl.is/Árni Sæberg

And­ers Fogh Rasmus­sen, fram­kvæmda­stjóri Atlants­hafs­banda­lags­ins, NATO, seg­ir í sam­tali við mbl.is að fram­ferði Rúss­lands­stjórn­ar í Úkraínu kalli á efld­ar varn­ir banda­lagsþjóðanna, einkum í aust­ur­hluta Evr­ópu.

Hann tel­ur fram­ferði Rússa í ut­an­rík­is­mál­um kalla á breytt ör­ygg­is­mat í Evr­ópu. Ríki álf­unn­ar muni þurfa að verja meira fé til varn­ar­mála en á und­an­förn­um árum, svo tryggja megi jafn­vægi í varn­ar­mál­um í Evr­ópu. Þá nefn­ir hann frek­ari efna­hagsþving­an­ir sem mögu­legt úrræði gegn Rúss­um vegna aðgerða þeirra í Úkraín­íu.

Rasmus­sen gaf kost á viðtali í aðalsal ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins í kvöld, að lokn­um fundi með Gunn­ari Braga Sveins­syni ut­an­rík­is­ráðherra, sem lesa má um hér.

Viðbragðsget­an verður efld

Rasmus­sen seg­ir að gerð verði grein fyr­ir frek­ari aðgerðum af hálfu NATO gagn­vart Rúss­um á leiðtoga­fundi banda­lags­ins í Wales 4.-5. sept­em­ber næst­kom­andi. Lesa má um fund­inn hér.

„Viðbrögð okk­ar við ólög­leg­um hernaðaraðgerðum Rússa í Úkraínu eru þríþætt. Í fyrsta lagi höf­um við styrkt sam­eig­in­leg­ar varn­ir okk­ar til að tryggja skila­virk­ar varn­ir banda­manna okk­ar. Má þar nefna eflda loft­rým­is­gæslu í Eystra­salts­ríkj­un­um þrem­ur [Eistlandi, Lett­landi og Lit­há­en], staðsetn­ingu her­skipa á Eystra­salti og Svarta­hafi og fjölg­un heræf­inga í Eystra­salts­ríkj­un­um og Póllandi. Við mun­um grípa til frek­ari aðgerða á leiðtoga­fundi NATO í Wales í sept­em­ber og meðal ann­ars efla viðbragðsgetu hjá viðbrags­sveit­um NATO, þannig að banda­lagið geti brugðist hraðar við ef þörf kref­ur. Jafn­framt mun meira bera á veru okk­ar í Aust­ur-Evr­ópu,“ seg­ir Rasmus­sen og nefn­ir fleiri dæmi um efld­ar varn­ir.

Byggi upp hernaðarmátt Úkraínu

„Í öðru lagi aukið sam­starf við Úkraínu í varn­ar­mál­um. Við höf­um ákveðið að aðstoða Úkraínu hvað varðar um­bæt­ur og nú­tíma­væðingu á herafla lands­ins og byggja þannig upp hernaðarmátt Úkraínu. Í þriðja lagi er það sam­band NATO við Rúss­land. Við tók­um þá ákvörðun í apríl sl. að hætta öllu sam­starfi við Rúss­land. Svo lengi sem Rúss­ar fara ekki eft­ir grund­vall­ar­regl­um okk­ar get­ur sam­starf NATO við Rúss­land ekki fallið í eðli­legt horf.“  

Nán­ar verður rætt við Rasmus­sen um breytta stöðu í varn­ar­mál­um Evr­ópu í Morg­un­blaðinu á morg­un.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert