Framkvæmdasjóður fær fé án heimilda

Frá fundi fjárlaganefndarinnar (f.v.): Guðlaugur Þór Þórðarson Sjálfstæðisflokki, Vigdís Hauksdóttir …
Frá fundi fjárlaganefndarinnar (f.v.): Guðlaugur Þór Þórðarson Sjálfstæðisflokki, Vigdís Hauksdóttir Framsóknarflokki, Jón Magnússon og Ólafur Elfar Sigurðsson, ritarar fjárlaganefndar, og Oddný Harðardóttir Samfylkingu. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, gagnrýnir að 234 milljónum króna skuli hafa verið varið til framkvæmdasjóðs ferðamannastaða án samþykkis Alþingis.

„Það er búið að veita fé í sjóðinn á grundvelli minnisblaðs sem lagt var fram í ríkisstjórn í sumar um 380 milljóna aukafjárveitingu. Alþingi hefur hins vegar ekki samþykkt fjárveitinguna. Ég mun krefja fjármálaráðuneytið svara vegna þessa. Það má ekki greiða fjármuni úr ríkissjóði nema að fenginni heimild Alþingis,“ segir Vigdís í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingar og annar varaformaður fjárlaganefndar, gagnrýnir einnig þessa ráðstöfun fjármuna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert