Tókust í hendur í sólinni

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Anders Fogh Rasmussen takast í hendur.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Anders Fogh Rasmussen takast í hendur.

Anders Fogh Rasmussen, fráfarandi framkvæmdastjóri NATO og fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tókust í hendur fyrir utan Ráðherrabústaðinn í Tjarnargötunni í glampandi sól í dag.

Heimsókn Rasmussens er liður í undirbúningi fyrir leiðtogafund NATO, sem fer fram í Wales dagana 4. og 5. september. Einnig er um kveðjuheimsókn að ræða, því að framkvæmdastjórinn lætur af störfum í lok september.

Rasmussen mun einnig funda með Gunnari Braga Sveinssyni og heimsækja Alþingi.

Frá fundinum í Ráðherrabústaðnum.
Frá fundinum í Ráðherrabústaðnum. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert