Orði kvöldsins og Morgunbæn hætt

Dagskrárstjóri RÚV segir lífsstíl þjóðarinnar hafa breyst.
Dagskrárstjóri RÚV segir lífsstíl þjóðarinnar hafa breyst. mbl.is/Ómar Óskarsson

Ákveðið hef­ur verið að hætta með dag­skrárliðina Morg­un­bæn, Morg­un­andakt og Orð kvölds­ins á Rás 1 en dag­skrárliðirn­ir hafa fylgt út­varps­rás­inni í ára­tugi.

Í yf­ir­lýs­ingu frá Þresti Helga­syni, dag­skrár­stjóra Rás­ar 1, kem­ur fram að breyt­ing­arn­ar séu liður í nýrri vetr­ar­dag­skrá. „Miða breyt­ing­arn­ar að því að sækja fram í takt við breytt­an lífs­stíl þjóðar­inn­ar, án þess þó að gera nein­ar grund­vall­ar­breyt­ing­ar á hlut­verki eða dag­skrá rás­ar­inn­ar,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu Þrast­ar.

Stefnt er að því að fækka stutt­um upp­brot­um á dag­skránni. Í stað þess­ara þriggja stuttu dag­skrárliða verður efnt til nýs þátt­ar eft­ir kvöld­frétt­ir á sunnu­dög­um þar sem flutt­ar verða hug­leiðing­ar um trú, menn­ingu og sam­fé­lag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert