Utanríkisráðherra boðar aukinn stuðning Íslands við NATO

Gunnar Bragi og Amders Fogh Rasmussen.
Gunnar Bragi og Amders Fogh Rasmussen. mbl.is/Árni Sæberg

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir að kannað verði hvernig koma megi til móts við beiðni Anders Fogh Rasmussens, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins, NATO, um aukin framlög Íslands til bandalagsins.

„Þessi ósk á ekki að koma okkur á óvart, í ljósi þeirra breytinga sem vissulega hafa orðið í öryggismálum í Evrópu. Það hefur verið rætt um það um skeið hjá NATO að bandalagsríkin þurfi að auka sín framlög, ekki síst eftir Úkraínumálið.

Við munum að sjálfsögðu taka þessa ósk framkvæmdastjórans alvarlega og ígrunda það vel hvernig við getum brugðist við henni. Við þurfum að skoða hvenær við höfum tækifæri til þess að bregðast við þessari ósk. Getum við nýtt mannskap sem við höfum á einhvern annan hátt og þannig lagt meira af mörkum? Þetta eru hlutir sem við munum setjast yfir og skoða,“ segir Gunnar Bragi í samtali um eþtta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert