Ferskt kjöt til Rússlands

Skrokkarnir eru skornir og kjötinu pakkað í sláturtíðinni.
Skrokkarnir eru skornir og kjötinu pakkað í sláturtíðinni. mbl.is/Helgi Bjarnason

Kjötafurðastöð Kaupfélags Skagfirðinga vinnur að því að selja ferskt lambakjöt til Rússlands í sláturtíðinni.

Er litið á útflutninginn sem tilraun sem getur, ef vel gengur, orðið byrjunin á einhverju stærra. Kjötafurðastöðin hefur tekið þátt í markaðsstarfi íslenskra útflytjenda í Rússlandi.

Ágúst Andrésson forstöðumaður segir í Morgunblaðinu í dag, að unnið hafi verið markvisst á þessum markaði í nokkur ár. Það sé að skila sér í leið inn í dýrustu veitingahúsin og veitingahúsakeðjurnar í Moskvu og Sankti Pétursborg.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert