Segir að þjóðin vilji hafa hin kristnu gildi í heiðri

Agnes Sigurðardóttir (t.v.) tekur við lyklavöldum biskupsembættisins úr hendi Karls …
Agnes Sigurðardóttir (t.v.) tekur við lyklavöldum biskupsembættisins úr hendi Karls Sigurbjörnssonar. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Agnes Sigurðardóttir biskup segir að sér lítist ekki á þá ákvörðun Þrastar Helgasonar, dagskrárstjóra Rásar 1 hjá Ríkisútvarpinu, að leggja niður Orð kvöldsins, Morgunandakt og Morgunbæn.

„Mér finnst þetta ekki vera góð ákvörðun. Þessi bænaflutningur í Ríkisútvarpinu er hluti af menningararfi þjóðarinnar,“ segir biskupinn í Morgunblaðinu í dag.

Agnes sagðist gera ráð fyrir því að þau orð Þrastar, að lítill hluti hlustaði á bænahaldið, byggðist á einhverjum könnunum. „En þessi litli hluti sem hlustar á þessa dagskrárliði mun sakna þeirra mjög vegna þess að þar er oft um fólk að ræða sem kemst ekki í tölvu eða hefur ekki aðgang að tölvu. Því mun það litlu breyta fyrir þann hóp að Ríkisútvarpið hyggist setja bænirnar á vefinn,“ segir Agnes.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert