Rás 1 þarf að vera ákafari

Þröstur Helgason.
Þröstur Helgason. Styrmir Kári

„Höfuðverkefnið er að gera Rás 1 meiri þátttakanda í menningar- og samfélagsumræðunni í landinu,“ segir Þröstur Helgson, nýráðinn dagskrárstjóri Rásar 1.

Spurður hvort Rás 1 hafi verið í tilvistarkreppu svarar Þröstur: „Já, mér finnst hún hafa verið það undanfarin ár. Hún hefur staðnað og orðið innhverf. Það er að segja, hún hefur farið að snúast um afmarkaða þætti í menningar- og samfélagsumræðunni í stað þess að nálgast þessa umræðu á breiðum grundvelli. Einmitt þess vegna er höfuðverkefnið nú að gera Rás 1 aftur meiri þátttakanda og meira afgerandi í þessari umræðu. Ég er ekki að segja að hún hafi glatað erindi sínu en að mínu mati hefur vantað skýrari stefnu og afstöðu í umfjöllunina. Rás 1 þarf að vera ákafari og láta betur í sér heyra. Hún þarf líka að vera duglegri að segja sögur af fólkinu í landinu og til þess þarf hún að fara meira út úr þessu húsi. Fyrir þrjátíu eða fjörutíu árum var enginn gjaldgengur í menningar- og samfélagsumræðunni hér á landi nema hann hlustaði á Rás 1. Það er tilfinning sem Rás 1 verður alltaf að vekja. Morgunblaðið hafði þessa stöðu líka en hefur glatað henni og líklega er Ríkissjónvarpið eini miðillinn sem hefur hana nú. Markmiðið er að Rás 1 endurheimti þessa stöðu. Hún verður að vera nauðsynlegur hluti af daglegu lífi landsmanna eigi hún að lifa.“

Ítarlegt viðtal við Þröst má finna í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert