Spáir hörðum pólitískum vetri

Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins.
Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. mbl.is/Ragnar Axelsson

„Tími örlagaríkra ákvarðana er framundan,“ segir Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, á vefsíðunni Evrópuvaktin þar sem hann spáir því að fram undan sé harður pólitískur vetur. Þannig megi meðal annars búast við því að stjórnarandstæðingar sæki fast að Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra þegar þing komi saman í næsta mánuði vegna svokallað lekamáls í kjölfar ákæru á hendur öðrum aðstoðarmanni hennar.

„Ákvörðun fjármálaráðherra um að endurskipa Má Guðmundsson í embætti seðlabankastjóra til næstu fimm ára verður meira en umdeild innan Sjálfstæðisflokksins. Þó má vera að þar sé ekki allt sem sýnist. Ummæli Más sjálfs benda til þess að viðvera hans í því embætti geti orðið styttri en ætla mætti,“ segir hann ennfremur og bætir við að framundan séu einnig líklega hörðustu kjaraviðræður í meira en aldarfjórðung.

Þá sé umsókn fyrri ríkisstjórnar um inngöngu í Evrópusambandið enn í fullu gildi og þrotabú gömlu bankanna óafgreidd sem fyrr. „Aðildarumsóknin að Evrópusambandinu liggur enn í skúffu í Brussel og vaxandi óróa gætir meðal andstæðinga aðildar. Það styttist í að taka verður ákvarðanir um þrotabú gömlu bankanna.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert