Mannfjöldi tók á móti Lagarfossi

Lagarfoss sigldi inn í Reykjavíkurhöfn á fjórða tímanum í dag.
Lagarfoss sigldi inn í Reykjavíkurhöfn á fjórða tímanum í dag. Árni Sæberg

Mannfjöldi var við Reykjavíkurhöfn í dag þegar að Lagarfoss, nýjasta skip Eimskipafélagsins, kom til Reykjavíkur í fyrsta skiptið. 

Burðargeta skipsins er 12.200 tonn, það er liðlega 140 metra langt og rúmir 23 metrar á breidd.

Það var eiginkona forstjóra Eimskips, Hildur Hauksdóttir sem gaf skipinu nafn en Lagarfoss er sjöunda skipið sem ber þetta nafn hjá félaginu. Lagarfoss I var þriðja skipið sem Eimskip eignaðist og var það í eigu félagsins frá 1917 til 1949.

Samkvæmt tilkynningu frá Eimskipafélaginu mun Lagarfoss leysa Selfoss af á gulu leiðinni sem siglir frá Grundartanga, Reykjavík og Vestmannaeyjum til Þórshafnar í Færeyjum, Immingham í Bretlandi, Hamborgar og Rotterdam. Með tilkomu nýja skipsins opnast möguleiki á að bæta við viðkomu í Vlissingen í Hollandi, meðal annars til að þjóna betur Norðuráli á Grundartanga, einum af stærstu viðskiptavinum félagsins.

Frétt mbl.is: Lagarfoss kominn til hafnar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert