Íslendingar geta nú leigt út bílinn sinn

Bílaleigan Caritas er nýjasta afurð hugbúnaðarfyrirtækisins Integral Turing.
Bílaleigan Caritas er nýjasta afurð hugbúnaðarfyrirtækisins Integral Turing. mbl.is/Styrmir Kári

Heimasíðan Caritas.is er ný íslensk bílaleigumiðlun þar sem bifreiðaeigendur eiga kost á því að láta bílinn sinn vinna fyrir sig.

„Fólk sem á bíl getur skráð sig inn á síðuna, sent inn upplýsingar um bílinn sinn og þá er hann skráður,“ segir Vignir Már Lýðsson, einn upphafsmanna heimasíðunnar, í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Verkefnið er gert í samvinnu við Samgöngustofu og öll tryggingafélögin en það er hugbúnaðarfyrirtækið Integral Turing sem er á bakvið síðuna og segir Vignir að verkefnið sé byggt á erlendri fyrirmynd, en samskonar fyrirtæki hafa náð miklum vinsældum í Kaliforníu í Bandaríkjunum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert