Sigmundur fundaði með almannavörnum

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fundaði með fulltrúum ríkislögreglustjóra og almannavarna …
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fundaði með fulltrúum ríkislögreglustjóra og almannavarna í dag. Ljósmynd/Forsætisráðuneytið

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fundaði í morgun með fulltrúum ríkislögreglustjóra og almannavarna vegna jarðskjálftahrinunnar og hugsanlegra umbrota í Bárðarbungu.

Til fundar við ráðherra komu Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri og sérfræðingar almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. Þar á meðal voru Björn Oddsson jarðeðlisfræðingur og verkefnastjóri hjá ríkilögreglustjóra, Víðir Reynisson hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og Jón Bjartmarz yfirlögregluþjónn. 

Þeir kynntu ráðherra þróun mála síðustu sólarhringa og þær viðbragðsáætlanir sem eru í gangi vegna hugsanlegra umbrota í Bárðarbungu. 

Forsætisráðuneytið er í góðu sambandi við almannavarnir og mun fylgjast náið með framvindu málsins,“ segir á vef ráðuneytisins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert