Fjallað um Bárðarbungu erlendis

Mynd af Bárðarbungu sem tekin var þann 3. ágúst sl.
Mynd af Bárðarbungu sem tekin var þann 3. ágúst sl. mynd/Ómar Ragnarsson

Erlendir fjölmiðlar eru nú farnir að fjalla töluvert um jarðhræringarnar í Bárðarbungu og áhrifin sem eldgos í fjallinu gætu haft á flugsamgöngur og ferðamennsku. 

Breski fréttamiðillinn The Telegraph segir frá því að breskar ferðaskrifstofur varað ferðamenn við því að líkur séu á eldgosi. Bresk flugmálayfirvöld tilkynntu um það í dag að mikil þróun hafi átt sér stað í rannsóknum á öskuskýjum og hægt sé að ákvarða betur nú hvort öruggt sé að fljúga. Leiði það til þess, að ef af eldgosi verður, munu færri flug falla niður heldur en þegar gaus í Eyjafjallajökli árið 2010. 

Sú yfirlýsing gekk þó þvert gegn annarri yfirlýsingu sjálfstæðrar flugöryggisstofnun. Sú yfirlýsing segir að eldgos í Bárðarbungu muni að öllum líkindum leiða til mikilla truflana á flugumferð. Breska flugumferðarstofnunin telur að það taki öskuskýið 12-18 klukkustundir að berast til Bretlands ef vindskilyrði haldast óbreytt. 

Norska blaðið Dagbladet segir einnig frá skjálftahrinunni sem stendur yfir í Bárðarbungu. Vitna þeir í samtal danska ríkissjónvarpsins, DR,  við Rikke Pedersen, forstöðumanns norrænu eldfjallastofnunarinnar. Pedersen er stödd á Íslandi þessa dagana. „Það búa fáir við eldfjallið, svo lítil hætta er á mönnum,“ segir Pedersen við DR. 

Lýsa yfir 200 mílna flugbannsvæði

Fréttamiðillinn The Daily Mail gerir jarðhræringunum einnig góð skil. Fjalla þeir um áhrifin sem eldgos hefði á flugumferð, og vitna þeir í bloggsíðu Pauls Beauchamps, starfsmanns bresku flugumferðarstofnunarinnar. Þar skrifar Beauchamps að ef eldgos fer af stað, muni íslensk stjórnvöld strax lýsa yfir 200 mílna flugbannsvæði yfir eldgosinu á meðan rannsakað verður hversu mikil aska kemur frá gosinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka