Mál á hendur lögreglumannsins í LÖKE-málinu var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Maðurinn neitaði sök við báðum liðum.
Verjandi mannsins fer fram á málinu verði vísað frá.
Maðurinn hefur verið ákærður fyrir tvö brot í opinberu starfi.
Fyrri ákæruliður tengist meintum óeðlilegum flettingum í málaskrárkerfi lögreglunnar, LÖKE, á tímabilinu 7. október 2007 til 16. nóvember 2013. Maðurinn er sakaður um að hafa misnotað stöðu sína sem lögreglumaður þegar hann fletti upp nöfnum 45 kvenna í kerfinu og skoðaði upplýsingar um þær, án þess að flettingarnar tengdust starfi hans í lögreglunni.
Í síðari ákærulið er hann sakaður um að hafa þann 20. ágúst 2012 sent tölvuskeyti á samskiptasíðunni Facebook um afskipti sín af ungum manni í starfi sínu sem lögreglumaður, sem átti að fara leynt.
Næsta fyrirtaka í málinu verður fimmtudaginn 28. ágúst. Þá verður afstaða tekin til í frávisunarkröfu verjanda ákærða um ákæruna annað hvort í heild sinni eða hluta hennar.