TF-SIF komin til landsins

Flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF.
Flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF. mbl.is/Árni Sæberg

Samkvæmt upplýsingum frá Almannavörnum er TF-SIF, flugvél landhelgisgæslunnar, komin til landsins frá Sikiley á Ítalíu. Verður hún send í flug yfir Bárðarbungu um hádegi á morgun. 

Vélin millilenti í Bretlandi til eldsneytistöku áður en hún kom svo hingað til lands í dag. Vélin er búin ratsjám sem geta kortlagt yfirborð gosstöðvanna og jökulsins og gert vísindamönnum kleift að fylgjast með yfirborði jökulsins og hraunflæði, óháð skýjafari og birtu. 

Búnaður­inn á einnig að geta kort­lagt breyt­ing­ar á mann­virkj­um, svo sem veg­um, brúm og raf­magns­lín­um sem hugs­an­lega geti orðið fyr­ir skemmd­um vegna flóða. 

Þá ger­ir vél­in vís­inda­mönn­um unnt að fylgj­ast grannt með dreif­ingu og hæð öskustróks.  Flug­vél­in er einnig búin hita­mynda­vél sem gagn­ast við að meta ástandið á svæðinu og þróun mála.

Sjá frétt mbl.is: TF-SIF fylgist með Bárðarbungu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert