Út í hött að Píratar styðji lekann

Birgitta Jónsdóttir kafteinn Pírata fylgist með þegar dómur féll yfir …
Birgitta Jónsdóttir kafteinn Pírata fylgist með þegar dómur féll yfir Bradley Manning. Styrmir Kári

Í tilkynningu frá þingflokki Pírata vegna ummæla Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra í samtali við mbl.is í gær kemur fram að það sé út í hött að Píratar séu „helstu stuðningsmenn leka, löglegs eða ólöglegs,“ líkt og Sigmundur sagði. Píratar standi fyrir gegnsæi í stjórnsýslu og friðhelgi einkalífsins.

Píratar segja í tilkynningunni að vantrauststillaga flokksins á Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra sé fyrst og fremst komin til vegna alvarlegs trúnaðarbrests sem undið hefur upp á sig jafnt og þétt frá því málið kom fyrst upp fyrir mörgum mánuðum. 

Persónuupplýsingar eiga ekki að lúta sambærilegu gegnsæi og stjórnsýslan. Upplýsingar um persónuleg málefni einstaklinga lúta ekki upplýsingalögum heldur persónuverndarlögum; enda er tilgangur gegnsæis og upplýsingafrelsis sá að borgarar í lýðræðissamfélagi geti fylgst með því hvað valdhafar eru að sýsla og að farið sé að lögum.

Þessu á ekki að vera öfugt farið.  Þetta skilja Píratar mætavel og það er einlæg von okkar að forsætisráðherra geri það líka. Annars stöndum við frammi fyrir alvarlegum vanda,“ segir í tilkynningunni.

Tilkynninguna í heild sinni má finna hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert