Hættustigið gæti varað vikum saman

Áður en gos hófst í Fimmvörðuhálsi fyrir 4 árum hafði skjálftavirkni á svæðinu verið mikil í tæpar þrjár vikur; því er ómögulegt að segja til um hversu lengi hættustig við Bárðarbungu gæti varað, segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, eftir fund vísindaráðs Almannavarna í morgun.

Hann segir gríðarlega mikilvægt að TF SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, sé komin til landsins þar sem hægt sé að afla nákvæmra og mikilvægra upplýsinga með henni en vísindamenn flugu með vélinni yfir svæðið í norðanverðum Vatnajökli í gær.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert