Rúm vika eftir af umsóknarfresti

Rúmlega fimmtíu þúsund umsóknir hafa borist.
Rúmlega fimmtíu þúsund umsóknir hafa borist. mbl.is/Frikki

Umsóknarfrestur fyrir höfuðstólslækkun verðtryggðra lána rennur út mánudaginn 1. september næstkomandi. Í kjölfarið munu fyrstu niðurstöður liggja fyrir hvað varðar verkefnið, sem kynnt var í nóvember.

Rúmlega fimmtíu þúsund umsóknir hafa borist ríkisskattstjóra síðan opnað var fyrir umsóknir um miðjan maímánuð. Bakvið þær umsóknir standa um áttatíu þúsund kennitölur, og umsóknir hafa borist frá yfir hundrað löndum.

Fyrsta greiðslan inn á höfuðstól lána mun eiga sér stað þann 1. nóvember næstkomandi. Sá séreignarsparnaður sem ráðstafað er til höfuðstólslækkunar mun fram að því safna vöxtum inni á reikningi, samkvæmt upplýsingum frá Tryggva Þór Herbertssyni, verkefnisstjóra um framkvæmd höfuðstólslækkunar íbúðalána.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert