Sölumenn fengu 4 milljarða í þóknanir

Allianz
Allianz mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Þóknanagreiðslur til söluaðila á Íslandi frá erlendum tryggingafélögum á borð við Allianz og Bayern nema um 4 milljörðum króna á árunum 2009 til 2013, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins.

Í ítarlegri umfjöllun um þetta mál í ViðskiptaMogganum í dag segir, að verði samningum einstaklinga við tryggingafélögin rift gætu margir innlendir sölumenn lent í þeirri stöðu að þurfa að endurgreiða erlendu félögunum umtalsverðar fjárhæðir vegna þóknana sem þeir kusu að fá greiddar fyrirfram.

„Það eru þess vegna afar ríkir hagsmunir fyrir tryggingamiðlara að þetta samningssamband rofni ekki,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, sem gætir hagsmuna vátryggingamiðlara.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert