Sá stærsti hingað til

Þróun skjálftavirkni í norðanverðum Vatnajökli/Bárðarbungu.
Þróun skjálftavirkni í norðanverðum Vatnajökli/Bárðarbungu. mbl.is/Elín Esther

Jarðskjálfti upp á 4,7 stig reið yfir skömmu fyr­ir miðnætti í gær. Upp­tök skjálft­ans voru 4 km suðaust­ur af Bárðarbungu og er skjálft­inn sá stærsti sem mælst hef­ur í þeim jarðhrær­ing­um sem hafa verið í norðan­verðum Vatna­jökli síðan aðfar­arnótt laug­ar­dags.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá sér­fræðingi hjá Veður­stofu Íslands sjást enn ekki nein merki um að kvika sé á leið til yf­ir­borðs.

Rúm­lega 2.100 jarðskjálft­ar hafa mælst í Vatna­jökli síðustu tvo sól­ar­hringa. Enn er skjálfta­virkni mjög mik­il á þess­um slóðum þrátt fyr­ir að frem­ur ró­legt sé á svæðinu núna. 

Jarðskjálft­arn­ir í nótt eru á svipuðum slóðum og jarðskjálft­ar sem hafa mælst und­an­farna daga þannig að ástandið er óbreytt en áfram mik­il virkni, seg­ir sér­fræðing­ur sem mbl.is ræddi við á Veður­stofu Íslands í morg­un.

Bætt við klukk­an 6:47

„Skjálfta­virkni við Bárðarbungu og Dyngju­jök­ul er enn mik­il. Þó dró nokkuð úr henni upp úr kl. tvö í nótt.
Hátt í fjög­ur hundruð skjálft­ar hafa mælst sjálf­virkt síðan á miðnætti og sem fyrr er lang­stærst­ur hluti þeirra staðsett­ur aust­an Bárðarbungu, við kvikuinn­skotið. Flest­ir skjálft­arn­ir sem farið hef­ur verið yfir eru á miklu dýpi, 8-12 km, en þó hafa ör­fá­ir verið staðsett­ir upp und­ir tæp­lega 4 km dýpi, allra aust­ast/​nyrst. Skjálfta­virkn­in virðist að hluta hafa færst lítið eitt til norðurs.

Rétt fyr­ir miðnætti í gær­kvöld, klukk­an 23:50:22, varð skjálfti við Bárðarbungu og mæld­ist hann 4,7-4,8 stig. Einn til viðbót­ar náðir stærðinni M 3. Síðustu daga hef­ur nokk­ur fjöldi jarðskjálfta mælst inn­an/​við öskju Bárðarbungu­eld­stöðvar­inn­ar á 2 - 6 kíló­metra dýpi.  Þess­ir skjálft­ar verða lík­lega vegna breyt­inga á þrýst­ingi þegar kvika úr kviku­hólfi und­ir öskj­unni leit­ar til aust­urs í inn­skot,“ sam­kvæmt upp­lýsign­um frá Sig­ur­laugu Hjalta­dótt­ur, jarðeðlis­fræðingi á Veður­stofu Íslands.

Minn­ir á Kröflu­elda

Líkt og fram kom í gær telja jarðvís­inda­menn berg­gang hafa mynd­ast und­an­farna daga í sprungu sem ligg­ur frá suðvestri til norðaust­urs um Dyngju­jök­ul.

Í gær var flæði kvik­unn­ar talið hafa hægt tölu­vert á sér. Páll Ein­ars­son jarðeðlis­fræðing­ur seg­ir í sam­tali við Morg­un­blaðið það eðli­lega þróun.

„Þegar svona berg­gang­ur mynd­ast þá fer flæðið vana­lega hratt af stað en hæg­ir svo á sér eft­ir því sem hann leng­ist, þar sem mótstaðan við flæðið eykst með lengd berg­gangs­ins. Því er al­veg viðbúið að kviku­straum­ur­inn hægi á sér. Horfa þarf þó á lengra tíma­bil áður en ein­hverju slíku er spáð með vissu.“

Hann seg­ir skjálft­ana oft­ast vera á því svæði þar sem gang­ur­inn er að lengj­ast. „Skjálft­arn­ir verða þannig helst við brodd­inn á straumn­um þar sem hann ligg­ur um sprung­una.“

Aðspurður hversu lengi kvik­an sé að storkna seg­ir hann það fara eft­ir því á hvaða dýpi hún sé.

„Einnig fer það mjög mikið eft­ir því hversu þykk­an berg­gang kvik­an mynd­ar. Ef hann er tvö­falt þykk­ari þá er kvik­an fjór­falt leng­ur að storkna. Varm­inn í berg­gang­in­um helst þá bet­ur í hon­um sjálf­um.“ Hann seg­ir að þessi gang­ur ætti að storkna til­tölu­lega hratt. „Þessi gang­ur virðist ekki vera nema metri á breidd svo það tek­ur hann ör­ugg­lega nokkra daga að storkna þegar flæðið stöðvast. En dög­un­um fjölg­ar fljótt um leið og berg­gang­ur­inn þykkn­ar.“

Hann seg­ir það erfitt að segja til um gerð kvik­unn­ar sem streym­ir úr iðrum Bárðarbungu. „Lík­ast til hef­ur hún svipaða efna­sam­setn­ingu og sprungugos­in á Dyngju­hálsi eða þá Veiðivatnagosið. Oft er þó meira á seyði í svona meg­in­eld­stöðvum og því er erfitt að segja. Ef gos verður þá munu vís­inda­menn taka sýni og sjá hvers kyns kvik­an er.“

Aðspurður seg­ir hann að storkn­un kvik­unn­ar fylgi að öllu jöfnu ekki skjálfta­virkni. „Yf­ir­leitt hætta skjálft­arn­ir um leið og kviku­streymið, að minnsta kosti þess­ir stærri.“

Hann seg­ir Kröflu­eld­ana, sem áttu sér stað á ár­un­um 1975 til 1984, hafa gefið vís­inda­mönn­um mikla reynslu af mynd­un berg­ganga. „Þá voru í kring­um 20 svona at­b­urðir þannig að þetta sam­band á milli skjálfta og kviku­streym­is er vel þekkt þaðan. Þessi at­b­urðarás núna minn­ir í raun sí­fellt meira á Kröflu­eld­ana.“

Páll seg­ir aðstæður til mæl­inga vera mun betri núna en þegar Kröflu­eld­arn­ir áttu sér stað. „Með til­komu sta­f­rænu tækn­inn­ar í kring­um árið 1990 varð al­gjör bylt­ing hvað varðar mæl­inga­tækni.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert