Schmeichel hjólar á Íslandi

Peter Schmeichel varði mark Manchester United um árabil.
Peter Schmeichel varði mark Manchester United um árabil. Mynd/AFP

Hópur manna frá Manchester United foundation, góðgerðarsamtök knattspyrnufélagsins sögufræga, ætlar að hjóla á Íslandi um 250 km leið til þess að safna pening til styrktar samtökunum. Á meðal hjólreiðamanna verður markvörðurinn Peter Schmeichel sem varði mark liðsins í áraraðir. 

Dagblaðið Manchester evening news birtir í dag viðtal við Schmeichel og ungan dreng að nafni James Duncalf, sem einnig mun taka þátt. 

„Það verður gaman að fara til Íslands og upplifa eitthvað nýtt. Ég vonast svo til að ég nái nokkrum selfie myndum af okkur Peter Schmeichel,“ segir Duncalf í samtali við blaðið. 

Munu þeir hefja hjólreiðarnar þann 3. september og lýkur þeim þann 8. Schmeichel segist hlakka mikið til. „Þetta mun verða ofboðslega gefandi fyrir mig. Ég get ekki beðið eftir að hitta hópinn sem ætlar að hjóla með mér.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert