Stýrir Jafnréttisstofu án bílprófs

Kristín Ástgeirsdóttir.
Kristín Ástgeirsdóttir. mbl.is/Golli

Jafnréttisstofa eyddi 441 þúsund krónum á árinu 2013 í leigubílakostnað, en átta manns vinna hjá Jafnréttisstofu, sem er á Akureyri. Þetta kemur fram í ríkisreikningi ársins 2013.

Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu, er ekki með bílpróf og þarf að ferðast mikið.

„Ég þarf að ferðast mjög mikið í starfi og er ekki með bíl til umráða, þannig að ég þarf ansi oft að taka leigubíl, t.a.m. þegar ég fer út á flugvöll og frá flugvellinum og á milli fundarstaða. Kostnaðurinn er samt ekki bara bundinn við mig, þó að hann sé það að mestu. Ég er nefnilega ekki með bílpróf og hef aldrei komið því í verk að taka bílprófið.“ segir Kristín í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka