Ungur ökumaður á vespu var stöðvaður í gærkvöldi eftir að hafa ekið yfir gatnamót á rauðu ljósi. Ökumaðurinn hafði ekki réttindi til að aka vespunni, en hann var aðeins 13 ára.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var haft samband við foreldra drengsins og sögðust þau hafa leyft honum að vera á bifhjólinu og ætluðu að leyfa honum það áfram. Þau sögðu það of mikið mál fyrir drenginn að taka strætó í skólann.