Borða Hraun og drekka gos

Frá samhæfingarmiðstöðinni í Skógarhlíð.
Frá samhæfingarmiðstöðinni í Skógarhlíð.

„Það er alltaf uppörvandi að sjá hversu mikil þekkingin og fagmennskan er hjá þeim sem starfa við almannaöryggi á Íslandi,“ skrifar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra á facebooksíðu sína í gærkvöldi, en hann sat fund með Almannavörnum í samhæfingarmiðstöðinni í Skógarhlíð í gær, ásamt innanríkis- og fjármálaráðherra.

„Ég leit við í stjórnstöðinni í Skógarhlíð. Þar voru menn rólegir en við öllu búnir. Ekki skemmdi fyrir að sjá að fólkið var að borða Hraun og drekka gos,“ skrifar Sigmundur Davíð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka