Ekki ástæða til að efast um Lagarfljótsorminn

Horft yfir Lagarfljót.
Horft yfir Lagarfljót. Mats Wibe Lund

„Við sáum ekki orminn en reyndum mikið að gá eftir honum. Við töldum að ef hann hefði áhuga á að sanna tilvist sína hefði hann sýnt sig fyrir þessa þrettán valinkunnu einstaklinga sem valdir voru í þessa nefnd,“ sagði Stefán Bogi Sveinsson, formaður sannleiksnefndar um Lagarfljótsorminn.

Nefndin fór í gær í vettvangsferð niður að Lagarfljóti í þeirri von að sjá orminn. Niðurstaða fundarins var þríþætt en gerð var ályktun sem unnin var út frá tölum og öðrum upplýsingum um að ekki væri ástæða til að efast um að það væri einhver skepna eða vera í vatninu.

„Síðan tókum við fyrir ljósmynd og myndband sem talið er vera af orminum. Nefndin var ekki sammála um að ljósmyndin sýndi orminn en sjö af þrettán nefndarmönnum voru sammála um að á myndbandinu mætti sjá orminn,“ segir hann.

Stefán segir að verkefnið hafi verið erfitt viðureignar en hver og einn nefndarmaður hafi þurft að gera það upp við sig hvað hann teldi sig sjá á myndunum.

Aðspurður hvort ormurinn hafi verið mönnum til ama nýlega segir hann að í seinni tíð hafi lítið spurst til ormsins. Hins vegar geri hann vart við sig á um 10 ára fresti.

Meðfylgjandi er myndband sem sumir telja vera af Lagarfljótsorminum.

Stefán Bogi Sveinsson.
Stefán Bogi Sveinsson. Karl Petersson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert