Hvalaskoðun líður fyrir gosið

Henrik Kristófer Hansson.
Henrik Kristófer Hansson. mbl.is/Baldur

Rólegt er um að litast við höfnina á Húsavík. Henrik Kristófer Hansson, starfsmaður Sölku hvalaskoðunar, segir að vanalega sé hópur fólks sem bíði eftir ferð með hvalaskoðunarskipinu Fanneyju. Í morgun voru aðeins þrír sem bókuðu far. Henrik rekur fámennið til óróans í Bárðarbungu.

„Vanalega fara um 20 manns með Fanneyju í morgunferðina. Hér í salnum eru nú þrír sem hafa keypt miða,“ sagði Henrik þegar mbl.is leit inn hjá Sölku upp úr níu í morgun.

„Á venjulegum degi væru hér 10-15 manns að drekka kaffi og bíða eftir ferð. Nú eru tveir að drekka kaffi. Það er mikið hringt og spurt hvort eldgos muni setja ferðir okkar úr skorðum. Bandarískur leiðsögumaður hefur til að mynda hringt tvisvar síðan í gær og spurt hvort 30 manna hópur á hennar vegum geti komist í hvalaskoðun,“ segir Henrik.

„Það er leitt að sjá hvað fáir hafa komið við,“ sagði Henrik.

Hvalaskoðun er vaxandi atvinnuvegur á Húsavík.

Hvalaskoðun við höfnina á Húsavík.
Hvalaskoðun við höfnina á Húsavík. mbl.is/Baldur
Hjá Sölku.
Hjá Sölku. mbl.is/Baldur
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert