Skjálftavirkni norðan Dyngjujökuls

Krist­ín Jóns­dótt­ir, jarðfræðing­ur hjá Veður­stofu Íslands, staðfesti í sam­tali við mbl.is að skjálfta­virkni á Vatna­jök­uls­svæðinu væri nú meiri norðan Dyngju­jök­uls en áður, um 4 kíló­metra norðan við jök­ul­inn. Þetta bend­ir til þess að berg­gang­ur­inn sé að brjóta sér leið út fyr­ir jök­ul­inn.

Fjöldi skjálfta væri að aukast, auk þess sem stærri skjálft­ar hefðu mælst, bæði við enda berg­gangs­ins og í öskj­unni sjálfri.

Krist­ín sagði tvær skýr­ing­ar lík­leg­ar á þess­ari breyttu skjálfta­hegðun. „Önnur er að jarðskorp­an sem kvik­an er að brjóta sér leið í gegn­um sé kald­ari en sú sem hún hef­ur áður farið í gegn­um. Hin skýr­ing­in gæti verið að það væri meiri kvika í berg­gang­in­um og meiri hama­gang­ur.“

Þetta gæti haft það í för með sér að gosið yrði ekki und­ir jökli. Slíkt myndi þýða mun minni hættu á jök­ul­hlaupi og ösku­falli, sem og minni lík­ur á að flug­um­ferð myndi rask­ast ef til goss kæmi.

Krist­ín bend­ir hins veg­ar á að jafn­vel þótt gosið hæf­ist utan jök­uls gæti gosopið rifnað inn í jök­ul­inn, en dæmi eru um að gosop rifni með þeim hætti, eins og gerðist í Kröflu­eld­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka