Hólsfjallavegur opnaður austan frá

Víða er unnið að viðhaldi og endurnýjun slitlags. Mynd úr …
Víða er unnið að viðhaldi og endurnýjun slitlags. Mynd úr safni. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Aðgerðastjórnun Almannavarna á Húsavík hefur ákveðið að opna Hólsfjallaveg (864) austan Jökulsárgljúfurs frá þjóðvegi 1 að vegi 85. Einnig hefur verið heimilað að opna inn í Ásbyrgi þar sem áður var lokað. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.

Dettifossvegur vestan Jökulsárgljúfurs (862) er hins vegar enn lokaður. Vegagerðin minnir vegfarendur á að unnið er að viðhaldi á vegum og endurnýjun á slitlagi víða um landið. Þá er einnig varað við nokkurri umferð hreindýra á Austur- og Suðausturlandi. Hér má sjá nánari upplýsingar um ástand fjallvega.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert