Vart hefur orðið við mikið magn af dauðum makríl í Jökulsárlóni fyrir hádegið í dag. Meðal annars hefur skipstjóri á bát sem siglir um lónið birt myndir og myndbönd af makrílnum á samfélagsvefnum Facebook. Segir hann að makríllinn sé uppi á ísnum og í fjörunni.
Gunnar Þór Óðinsson, skipstjóri á umræddum bát, segist telja að mögulega sé vatnið of kalt fyrir makrílinn sem drepst því úr kulda. Segir hann að vatnið sé ein til þrjár gráður.