Ólafur einnig hættur störfum?

Ólafur Þ Stephensen
Ólafur Þ Stephensen

Nútíminn, fréttavefur sem hóf göngu sína í dag, heldur því fram að Ólafur Stephensen, annar ritstjóra Fréttablaðsins, hafi hætt störfum, rétt eins og Mikael Torfason, aðalritstjóri 365 miðla. Í frétt Nútímans segir að ósætti hafi komið upp á milli ritstjóranna og Kristínar Þorsteinsdóttur, útgefanda 365 miðla.

Mbl.is hefur ekki tekist að hafa uppi á Ólafi í dag, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Ýmsar sögusagnir hafa verið á kreiki um örlög hans hjá 365 miðlum en á fréttavefnum Vísi segir: „Ekki liggur fyrir hvert hlutverk Ólafs Stephensen, ritstjóra fréttastofunnar, verður í kjölfar breytinganna.

Viðskiptablaðið heldur því fram í frétt sinni að Ólafi hafi boðist að starfa áfram sem ritstjóri Fréttablaðsins. Samkvæmt því sem kemur fram á Nútímanum hefur Ólafur sagt upp störfum og því væntanlega ekki þegið boðið um að starfa áfram.

Þá segir í Nútímanum: „Heimildir Nútímans herma að ósætti hafi komið upp milli Mikaels og Ólafs annars vegar og Kristínar hins vegar í síðustu viku. Óvíst er hvort það hafði áhrif á framvindu mála í dag.

Frétt mbl.is: Mikael Torfasyni sagt upp

Frétt mbl.is: Vildu auka hlut kvenna

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert