Tugir vilja vinna fyrir Bjarta framtíð

Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar.
Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar. mbl.is/Eggert

Fimmtíu og fjórar umsóknir bárust um stöðu framkvæmdastjóra Bjartrar framtíðar samkvæmt því sem fram kemur á vefsíðu flokksins en frestur til þess að senda inn umsókn um starfið rann út á föstudaginn.

„Þriggja manna valnefnd, skipuð formanni BF, stjórnarformanni og þingflokksformanni mun nú leggjast yfir listann, grandskoða umsóknir og boða álitlega umsækjendur í viðtöl á næstu dögum. Framkvæmdastjórn BF skipar svo í stöðuna í samráði við þingflokkinn,“ segir ennfremur.

Haft er eftir Guðmundi Steingrímssyni, formanni Bjartrar framtíðar, að spennandi og gaman sé að sjá hversu margir vilji vinna fyrir flokkinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert