Fimmtíu og fjórar umsóknir bárust um stöðu framkvæmdastjóra Bjartrar framtíðar samkvæmt því sem fram kemur á vefsíðu flokksins en frestur til þess að senda inn umsókn um starfið rann út á föstudaginn.
„Þriggja manna valnefnd, skipuð formanni BF, stjórnarformanni og þingflokksformanni mun nú leggjast yfir listann, grandskoða umsóknir og boða álitlega umsækjendur í viðtöl á næstu dögum. Framkvæmdastjórn BF skipar svo í stöðuna í samráði við þingflokkinn,“ segir ennfremur.
Haft er eftir Guðmundi Steingrímssyni, formanni Bjartrar framtíðar, að spennandi og gaman sé að sjá hversu margir vilji vinna fyrir flokkinn.