Vilja ekki frekari stækkun ESB

AFP

Tæp­ur helm­ing­ur íbúa ríkja Evr­ópu­sam­bands­ins er and­víg­ur frek­ari stækk­un þess í fyr­ir­sjá­an­legri framtíð sam­kvæmt niður­stöðum nýrr­ar skoðana­könn­un­ar fyr­ir fram­kvæmda­stjórn sam­bands­ins eða 49%. 37% eru hins veg­ar hlynnt frek­ari stækk­un ESB.

Þess­ar niður­stöður eru í sam­ræmi við af­stöðu verðandi for­seta fram­kvæmda­stjóra ESB, Jean-Clau­de Juncker, sem sagði fyrr í sum­ar að stefna fram­kvæmda­stjórn­ar sam­bands­ins á næsta kjör­tíma­bili henn­ar, sem lýk­ur árið 2019, væri að ekki kæmi til frek­ari stækk­un­ar þess.

Skipt­ar skoðanir eru á meðal íbúa ríkja ESB sam­kvæmt skoðana­könn­un­inni sem nefn­ist Eurobarometer. Þannig eru 70% Rúm­ena hlynnt áfram­hald­andi stækk­un sam­bands­ins og 64% Króata en þeir síðar­nefndu voru síðasta ríkið sem gekk þar inn. Hins veg­ar eru 71% Þjóðverja and­víg frek­ari stækk­un á kom­andi árum, 69% Frakka og 67% Aust­ur­rík­is­manna.

Frétt mbl.is: ESB stækki ekki næstu fimm árin

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka