Vilja ekki frekari stækkun ESB

AFP

Tæpur helmingur íbúa ríkja Evrópusambandsins er andvígur frekari stækkun þess í fyrirsjáanlegri framtíð samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar fyrir framkvæmdastjórn sambandsins eða 49%. 37% eru hins vegar hlynnt frekari stækkun ESB.

Þessar niðurstöður eru í samræmi við afstöðu verðandi forseta framkvæmdastjóra ESB, Jean-Claude Juncker, sem sagði fyrr í sumar að stefna framkvæmdastjórnar sambandsins á næsta kjörtímabili hennar, sem lýkur árið 2019, væri að ekki kæmi til frekari stækkunar þess.

Skiptar skoðanir eru á meðal íbúa ríkja ESB samkvæmt skoðanakönnuninni sem nefnist Eurobarometer. Þannig eru 70% Rúmena hlynnt áframhaldandi stækkun sambandsins og 64% Króata en þeir síðarnefndu voru síðasta ríkið sem gekk þar inn. Hins vegar eru 71% Þjóðverja andvíg frekari stækkun á komandi árum, 69% Frakka og 67% Austurríkismanna.

Frétt mbl.is: ESB stækki ekki næstu fimm árin

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert