Af samkomu við heimili Ólafs Stephensen að dæma virðist vera sem fréttastofa 365 miðla sjái mikið á eftir sínum fyrrverandi ritstjóra. Ólafur staðfesti í dag að hann hefði látið af störfum á 365.
Á myndum af samkomunni mátti sjá mikinn fjölda starfsmanna fréttastofunnar samankominn fyrir utan heimili Ólafs, þar sem honum voru færð blóm og þakkir. Meðal þeirra sem voru merktir á myndunum, en sjást ekki endilega í mynd, eru:
Ólafur Stephensen, Mikael Torfason, Breki Logason, Fanney Birna Jónsdóttir, fréttastjóri viðskipta, Andri Ólafsson, fréttastjóri á Fréttablaðinu, Breki Logason, fréttastjóri á Stöð 2, Þorbjörn Þórðarson, fréttamaður, Jakob Bjarnar Grétarsson fréttamaður, Birta Björnsdóttir, fréttamaður á Stöð 2, Þórhildur Þorkelsdóttir, fréttamaður á Stöð 2, Eva Georgsdóttir, Elísabet Hall, fréttamaður á Stöð 2, og Tinni Sveinsson, vefstjóri.
Á myndum mátti svo meðal annarra greina Heimi Má Pétursson, fréttamann, Snærós Sindradóttur, fréttamann og Svavar Hávarðarsson, fréttamann.
Mikael Torfason las upp síðasta leiðara Ólafs, en af myndunum að dæma ríkti mikil samkennd á samkomunni.
Jón Ásgeir Jóhannesson, Kristín Þorsteinsdóttir og fleiri hátt settir innan 365 virtust hins vegar hafa verið fjarverandi.