Skoða möguleikann á bótum

Kverkfjöll
Kverkfjöll mbl.is/Vatnajökulsþjóðgarður

„Þetta er verulegt tekjutap fyrir og þungur baggi fyrir okkar félög. Þar sem þetta eru hamfarir þá erum við að skoða hvort þetta falli undir einhvers konar hamfarasjóð. Við trúum því að þessi félög eiga rétt á því að fá tjón sitt bætt,“ segir Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands. Lokanirnar á svæðunum norðan Vatnajökuls hafa orðið til þess að margar ferðir ferðafélaganna hafa fallið niður og skálar lokaðir og segir Páll að félagið sé að fara af stað með að athuga hvort hægt sé að sækja bætur vegna tjónsins. 

Mbl.is ræddi í gær við Stefán Sigurðsson, gjaldkera Ferðafélags Akureyrar. Hann sagðist búast við um 1-2 milljóna tekjutapi á lokununum. Ferðafélag Akureyrar er sjálfstæð deild undir Ferðafélagi Íslands líkt og Ferðafélag Fljótsdalshéraðs sem einnig á skála á svæðinu sem nú er lokað.

Ferðafélag Íslands er einnig með skipulagðar ferðir á svæðið yfir sumartímann þótt þeim sé nú að mestu lokið í ár. Skáli félagsins í Nýadal er utan hins lokaða svæðis og segir Páll vinsældir hans hafa aukist eftir gosið. „Það eru ansi margir ferðamenn sem vilja komast nær svæðinu og eru að fara upp í Nýadal og gista og fylgjast með. Þangað hafa líkað leitað fréttamenn og jafnvel vísindamenn og landverðir frá hinu lokaða svæði. Þeir hafa nú aðstöðu í skálanum okkar í dalnum.“

Mikið tilfinningalegt gildi í skálunum

Ef gos verður og hlaup í kjölfarið yrði töluvert meira tjón heldur en þegar hefur orðið. „Í Kverkfjöllum og Dreka hefur verið uppbygging á skálum fyrir tugi ef ekki hundruði milljóna. Síðan hafa þeir ekki síst mikið tilfinningalegt gildi. Þarna hafa flestir sjálfboðaliða ferðafélagsins komið að uppbyggingu og margir lagt hönd á plóg.“ 

Sjá frétt mbl.is: Gera ekki ráð fyrir fleiri ferðum

Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands.
Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands. mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka