„Slengjast til með snöggum hnykkjum“

Þó að maðkar séu þarfadýr í jarðvegi er ekki víst …
Þó að maðkar séu þarfadýr í jarðvegi er ekki víst að það gildi um slöngumaðka. Ljósmynd/Erling Ólafsson

Undarlegir maðkar fundust í sumar þegar rótað var í safnhaug í garði í Reykjavík. Finnandi hafði ekki áður séð annað eins atferli hjá möðkum í garði sínum, afar kvikir í hreyfingum, hreinlega stukku úr lófa og voru hálir sem álar. Hér var augljóslega eitthvað nýtt á ferðinni, segir á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands.

Maðkarnir hafa ekki verið greindir til tegundar en augljóslega er um tegund svokallaðra slöngumaðka að ræða. Þó að maðkar séu þarfadýr í jarðvegi er ekki víst að það gildi um þá nýju.

„Slöngumaðkarnir fundust í Þingholtunum í Reykjavík, fyrst einn og síðar fleiri þegar finnandi var beðinn um að kíkja betur í safnhauginn sinn. Atferli maðkanna reyndist einstakt og afar frábrugðið því sem við eigum að venjast hjá ánamöðkum. Þeir eru grannir og stinnir, slengjast til með snöggum S-formuðum hnykkjum, hlykkjast, hoppa og skoppa eins og skrykkdansarar. Þegar þeim er sleppt lausum eru þeir fljótir að hverfa niður í svörðinn,“ segir á ni.is. Þar má einnig sjá myndskeið af ormunum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert