„Slengjast til með snöggum hnykkjum“

Þó að maðkar séu þarfadýr í jarðvegi er ekki víst …
Þó að maðkar séu þarfadýr í jarðvegi er ekki víst að það gildi um slöngumaðka. Ljósmynd/Erling Ólafsson

Und­ar­leg­ir maðkar fund­ust í sum­ar þegar rótað var í safn­haug í garði í Reykja­vík. Finn­andi hafði ekki áður séð annað eins at­ferli hjá möðkum í garði sín­um, afar kvik­ir í hreyf­ing­um, hrein­lega stukku úr lófa og voru hálir sem álar. Hér var aug­ljós­lega eitt­hvað nýtt á ferðinni, seg­ir á vef Nátt­úru­fræðistofn­un­ar Íslands.

Maðkarn­ir hafa ekki verið greind­ir til teg­und­ar en aug­ljós­lega er um teg­und svo­kallaðra slöngumaðka að ræða. Þó að maðkar séu þarfa­dýr í jarðvegi er ekki víst að það gildi um þá nýju.

„Slöngumaðkarn­ir fund­ust í Þing­holt­un­um í Reykja­vík, fyrst einn og síðar fleiri þegar finn­andi var beðinn um að kíkja bet­ur í safn­haug­inn sinn. At­ferli maðkanna reynd­ist ein­stakt og afar frá­brugðið því sem við eig­um að venj­ast hjá ána­möðkum. Þeir eru grann­ir og stinn­ir, slengj­ast til með snögg­um S-formuðum hnykkj­um, hlykkj­ast, hoppa og skoppa eins og skrykk­dans­ar­ar. Þegar þeim er sleppt laus­um eru þeir fljót­ir að hverfa niður í svörðinn,“ seg­ir á ni.is. Þar má einnig sjá mynd­skeið af ormun­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert