Um síðustu helgi komst á GSM-samband í Múlagöngum.
Verið er að klára uppsetningu á Tetra-sambandi, en það fjarskiptakerfi er sérsniðið að þörfum viðbragðsaðila á Íslandi, það er að segja björgunarsveita, lögreglunnar og slökkviliða, til leitar og björgunar.
Uppsetningin á Tetra-sambandinu er lokahnykkur í miklum endurbótum sem unnið hefur verið að í Múlagöngum undanfarna mánuði, í því skyni að auka öryggi þeirra sem leið eiga þar um.