Talið að gos hafi orðið

Sigkatlar hafa myndast suðaustur af Bárðarbungu og er talið að eldgos sé hafið eða hafi orðið. Þetta er haft eftir Veðurstofunni.  Vísindaráð almannavarna fundar nú með vísindamönnum Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra segir í tilkynningu sem var send út nú á ellefta tímanum í kvöld, að enn sé ekki búið að staðfesta að gos sé hafið, eða hafi átt sér stað, í norðanverðum Vatnajökli.

Tveir sigkatlar hafa myndast sunnað við Bárðarbunguöskjuna, sem ekki er hægt að útskýra með öðrum en að kvika hafi brætt jökulinn samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni.

TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, flaug yfir Vatnajökul í dag og þá sáust merki um tvo sigkatla. Búið er að virkja samhæfingarmiðstöðina og vísindamenn funda nú um stöðuna. 

Þá sást landsig í sprungu sem liggur að Öskju.

Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarna, sagði í samtali við RÚV í kvöld að nánari svör muni ekki liggja fyrir fyrr en seint í kvöld. Spurður hvort gos sé hafið segir Víðir að það sé erfitt að segja fyrir um það.

„Ef þetta eru skyndilegar breytingar þá er erfitt að sjá annað en að þetta sé gos, en það voru mjög erfiðar aðstæður í kvöld. Þetta var ekki þarna á laugardaginn allavega,“ sagði Víði, sem situr fundinn með vísindamönnum Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun HÍ.

Aðspurður segir hann að ekki sé að sjá neinar breytingar á Jökulsá á Fjöllum.

Mynd sem var tekin í eftirlitsflugi Landhelgisgæslunnar í dag fyrir …
Mynd sem var tekin í eftirlitsflugi Landhelgisgæslunnar í dag fyrir norðan Dyngjujökul. Hún sýnir sprungur sem hafa hreyfst sem búast megi við í tengslum við kvikuganginn sem hefur verið á hreyfingu. Sprungurnar ná um það bil fjóra km norður fyrir Dyngjujökul. mynd/Tobias Dürig hjá Jarðvísindsstofnun HÍ
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert