Fisvél hlekktist á við lendingu

Frá vettvangi í kvöld.
Frá vettvangi í kvöld. mbl.is/Kristinn

Flugmaður fisvélar lenti í vandræðum í kvöld en vélinni hlekktist á við lendingu á Þingvallavegi í Mosfellsbæ. Tveir voru um borð í vélinni en þeir sluppu án alvarlegra meiðsla að sögn varðstjóra hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hefur Þingvallavegi verið lokað um óákveðin tíma vegna óhappsins.

Atvikið varð um kl. 18:30 í kvöld skammt frá hringtorginu við Vesturlandsveg og Þingvallaveg.

Flugmaðurinn lenti í vandræðum og ætlaði að lenda á veginum. Vélin rakst utan í ljósastaur við lendingu rétt áður en hún snerti veginn. 

Að sögn varðstjóra hjá SHS liggur ekki fyrir hvort mennirnir verði fluttir á slysadeild. En þeir afþökkuðu aðstoð í fyrstu, en verið er að skoða þá.

Fisvél hlekktist á við lendingu í Mosfellsbæ.
Fisvél hlekktist á við lendingu í Mosfellsbæ. mbl.is/Kristinn
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka