Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins, hefur ákveðið að fella niður skrif af Kögunarhóli í Fréttablaðinu. Hann telur að þau vatnaskil hafi orðið hjá 365 miðlum að undanförnu sem geri honum það óhjákvæmilegt.
Þetta kemur fram í Kjarnanum og einnig að Þorsteinn hafi tilkynnt yfirmönnum 365 miðla þetta í dag. Þorsteinn hefur skrifað pistla í laugardagsútgáfu Fréttablaðsins um árabil.
Hann segir í bréfi til yfirmanna 365 miðla að hann taki ekki afstöðu til nýrra yfirmanna á ritstjórn blaðsins en í framhaldi af fráhvarfi forstjóra félagsins fyrr í sumar og nú ritstjóra, sem tengsl hans við blaðið hafi helst byggst á, telji hann að þau vatnaskil hafi orðið sem geri þetta óhjákvæmilegt.