Nordica Spa verður lokað

Hilton Reykjavík Nordica
Hilton Reykjavík Nordica Árni Sæberg

Nordica Spa, sem er á Hilton Reykjavík Nordica, verður lokað 30. nóvember næstkomandi. Ekki verður tekin í notkun önnur líkamsræktarstöð á sama stað heldur verður rýmið sem nú hýsir stöðina tekið undir annan rekstur á hótelinu.

Í tilkynningu segir að umtalsverðar breytingar hafi verið gerðar á bæði fundarrýmum og veislusölum Hilton á undanförnum mánuðum og að fyrirhugaðar breytingar á því rými sem nú hýsir Nordica Spa tengist enn frekari þróun á þjónustu hótelsins fyrir hótelgesti þess. Þá segir að hótelgestum hafi farið ört fjölgandi síðustu misseri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka