Óróasvæðið breiðir úr sér

Dyngjujökull.
Dyngjujökull. Ljósmynd/Hrafnhildur Stefánsdóttir

Skjálfta­virkn­in hef­ur verið held­ur minni í nótt en síðustu nótt und­ir Vatna­jökli en tveir skjálft­ar um fjög­ur stig riðu yfir í nótt. Upp­tök beggja er í Bárðarbungu líkt og annarra stórra skjálfta að und­an­förnu. Þrír sig­katl­ar sáust við yf­ir­lits­flug í gær og eru þeir við suðaust­an­verða Bárðarbungu.

Að sögn Pálma Er­lends­son­ar sér­fræðings á jarðvís­inda­sviði Veður­stofu Íslands, hafa mælst tæp­lega 400 jarðskjálft­ar frá miðnætti og eru flest­ir þeirra í og við kviku­gang­inn. Virkn­in er nán­ast ná­kvæm­lega eins og und­an­farið og eins hafa mælst nokkr­ir litl­ir skjálft­ar við Öskju. „Eng­inn merki eru sjá­an­leg um meiri óróa,“ seg­ir Pálmi er mbl.is ræddi við hann í morg­un. 

Tveir skjálft­ar, 4,1 og 4 að stærð voru mæld­ir í Bárðarbungu klukk­an hálf tvö og hálf fjög­ur.

Flest­ir aðrir skjálft­ar voru staðsett­ir í nyrstu 10 kíló­metr­um gangs­ins og fá­ein­ir smá­skjálft­ar í grennd við Öskju.

Vís­inda­menn hafa orðið var­ir við breyt­ing­ar í norðvest­an­verðum Vatna­jökli. Farið var í vís­inda­manna­flug með TF-SIF yfir jök­ul­inn í gær. Mark­miðið með ferðinni var að greina frek­ar svæðið þar sem jarðskjálfta­hrin­an hef­ur verið und­an­farna daga.

Í flug­inu sáust þrír sig­katl­ar um 4 – 6 km að lengd, 1 km á breidd og 15-20 m djúp­ir við suðaust­an­verða Bárðarbungu.

„Ljóst er að þeir hafa mynd­ast eft­ir að flogið var þarna yfir á laug­ar­dag. Katl­arn­ir eru ekki á þekktu sprungu­svæði við Bárðarbungu og ekki er talið að þeir séu tengd­ir berg­gang­in­um sem verið hef­ur að mynd­ast und­an­farna daga. Svæðið er við vatna­skil Jök­uls­ár á Fjöll­um og Grím­s­vatna og þar er 400 til 600 metra þykk­ur ís,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá al­manna­varna­deild Rík­is­lög­reglu­stjóra.

Um 30 millj­ón­ir rúm­metr­ar af vatni hafa ekki komið fram. Ekki hef­ur enn mælst breyt­ing í rennsli Jök­uls­ár og rennsli henn­ar eðli­legt miðað við árs­tíma. Merki er um að vatns­borð í Grím­svötn­um hafi hækkað síðustu daga en óljóst hvort að það er tengt sig­dæld­un­um. Ekki hafa mælst telj­andi skjálft­ar á þessu svæði og eng­inn órói er á jarðskjálfta­mæl­um.

Sig­dæld­ir af þessu tagi mynd­ast við eld­gos eða jarðhita­virkni und­ir jökli. Tölu­verð óvissa er um at­b­urðarás. Mjög greini­lega um­merki um at­b­urðina er að finna í Holu­hraun­inu norðan jök­uls og út á sand­inn.

Um 5 km lang­ur og 1 km breitt sig hef­ur mynd­ast fyr­ir ofan kviku­gang­inn. Bend­ir það til þess að kviku­gang­ur­inn liggi mun ofar en hingað til hef­ur verið talið. Örlitil­ir sig­katl­ar hafa einnig mynd­ast í jaðri Dyngju­jök­uls.

Áætlað er að fljúga með TF- SIF aft­ur yfir svæðið klukk­an níu Vænta má frétta af flug­inu upp úr klukk­an ell­efu, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá stjórn­stöð al­manna­varna.

Bárðarbunga og Jökulsá á Fjöllum.
Bárðarbunga og Jök­ulsá á Fjöll­um. Ljós­mynd/​Land­helg­is­gæsl­an
Bárðarbunga.
Bárðarbunga. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
Landhelgisgæslan tók þessa mynd. Katlarnir hafa myndast af völdum mikillar …
Land­helg­is­gæsl­an tók þessa mynd. Katl­arn­ir hafa mynd­ast af völd­um mik­ill­ar bráðnun­ar, mögu­lega eld­goss, en óvíst er hvenær það varð. mynd/​Land­helg­is­gæsl­an
Saga eldgosa í Öskju
Saga eld­gosa í Öskju Elín Esther
Eldgos í Öskju og Kröflu
Eld­gos í Öskju og Kröflu Elín Esther
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert