Vatnsstaða hækkað um 5-10 metra

Ljósmyndari mbl.is flaug með Landhelgisgæslunni yfir mögulegt gossvæði á dögunum.
Ljósmyndari mbl.is flaug með Landhelgisgæslunni yfir mögulegt gossvæði á dögunum. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Talið er að vatns­staða Grím­s­vatna hafi hækkað um 5 til 10 metra á síðustu dög­um, sem sam­svar­ar því að 10 til 30 millj­ón rúm­metr­ar af vatni hafi bæst í vötn­in. Þetta er meðal þess sem fram kom á fundi vís­indaráðs í morg­un, en flogið var yfir Bárðarbungu og svæðið um­hverf­is í morg­un og yf­ir­borð jök­uls­ins kannað.

Fram kem­ur í niður­stöðum fund­ar­ins að ekki hafi orðið vart við breyt­ing­ar frá því að sprung­ur sáust í jökl­in­um í suðaust­an­verðri Bárðarbungu í gær­kvöldi. Talið er að þær hafi mynd­ast vegna bráðnun­ar við botn.

Þá seg­ir að dæld­irn­ar hafi verið staðsett­ar suðaust­ur af Bárðarbungu­öskj­unni, lík­lega inn­an vatna­sviðs Jök­uls­ár á Fjöll­um. Sprungu­mynd­an­irn­ar eru þrjár og hring­laga, sam­an­lagt um 5 km að lengd. Um er að ræða svæði þar sem jök­ull­inn er um 400-600 m að þykkt.

Búið er að kanna vatns­stöðu Grím­s­vatna sem tal­in er að hafi hækkað um 5-10 m á síðustu dög­um, sem sam­svar­ar því að 10-30 millj­ón m3 af vatni hafi bæst í vötn­in. Örlít­il aukn­ing í leiðni í Köldu­kvísl mæld­ist í morg­un, or­sök er óþekkt. Eng­in breyt­ing hef­ur mælst í Há­göngu­lóni og eng­in breyt­ing í Jök­ulsá eða Skjálf­andafljóti. Talið er að vatn frá sig­dæld­inni hafi runnið í Grím­svötn eða til Jök­uls­ár á Fjöll­um.

Skjálfta­virkni er svipuð og und­an­farna daga. Um miðnættið voru þrír skjálft­ar u.þ.b. 4 að stærð og einn 5 að stærð kl. 08:13 í morg­un, all­ir í Bárðarbungu.

Skömmu fyr­ir kl. 8 í morg­un jókst skjálfta­virkni lít­il­lega í Öskju. Talið er að spennu­breyt­ing­ar vegna gliðnun­ar af völd­um berg­gangs­ins hafi áhrif á Ösku­svæðinu.

Berg­gang­ur­inn und­ir Dyngju­jökli hef­ur lengst 1-1,5 km til norðurs síðan í gær, sem er tölu­vert minna en und­an­farna daga. Hann er nú kom­inn inn í sprungu­svæði Öskju og GPS-mæl­ing­ar benda til þess að veru­legra áhrifa gæti þar.

Nán­ari upp­lýs­ing­ar og kort af skjálfta­virkni má sjá á vef Veður­stof­unn­ar.

Ljós­mynd/​Vef­ur Veður­stofu Íslands
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert