Bjartsýnn um að halda ritstjórastöðunni

Reynir Traustason, ritstjóri DV, á fundinum í dag.
Reynir Traustason, ritstjóri DV, á fundinum í dag. mbl.is/Ómar

Reynir Traustason segist bjartsýnn um að vera áfram ritstjóri DV í lok dags. Þetta sagði hann í samtali við mbl.is rétt áður en aðalfundur DV hófst klukkan 15. Á fundinum sitja stjórn og hlut­haf­ar fé­lags­ins DV ehf. Fundarstjóri er Gunnar Jónsson. Meðal ann­ars verður kosið í nýja stjórn fé­lags­ins á fund­in­um, en með nýrri stjórn er hægt að ráða nýj­an ritstjóra blaðsins. 

Mik­il átök­ hafa verið um eign­araðild að fjöl­miðlin­um að und­an­förnu og leiddu meðal ann­ars til þess að Þor­steinn Guðna­son var sett­ur af sem stjórn­ar­formaður. Þá kom Björn Leifsson, eigandi World Class inn sem nýr hluthafi félagsins, til þess eins að bola Reyni út.

Reyn­ir og aðrir starfs­menn DV hafa sakað Þor­stein Guðnason um að standa fyr­ir fjand­sam­legri yf­ir­töku á fé­lag­inu DV ehf., sem ann­ast rekst­ur fjöl­miðils­ins. Hluthafar og stjórn félagsins munu kjósa um ritstjóra, en Björn Þor­láks­son, rit­stjóri Ak­ur­eyr­ar viku­blaðs, hef­ur þegar afþakkað boð um rit­stjóra­stöðuna.

Sjá frétt mbl.is: „Annarra að velja stríð eða frið“

Sjá frétt mbl.is: Slagurinn um eignarhald DV

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert