Eldgos hafið norðan Dyngjujökuls

Sprungugos er hafið norður af Dyngjujökli, nyrst í Holuhrauni. Gosið hófst um miðnætti, u.þ.b. 00:02, miðað við vefmyndavélar og jarðskjálftagögn, segir í frétt Veðurstofunnar um málið. Ekki er talið að fólk sé í hættu vegna gossins. Nokkuð hefur dregið úr gosóróa á svæðinu miðað við fyrstu klukkustundir gossins.  Sjá viðtal við jarðskjálftafræðing Veðurstofunnar hér.

Gosið sést ekki á ratsjá og talið er að öskuframleiðsla sé óveruleg. Vísindamenn á svæðinu telja að gosið sé nokkra kílómetra norður af sporði Dyngjujökuls, og að hraun renni til suð-austurs og virðist renna hratt. Veikur gosórói sést á jarðskjálftamælum í samræmi við hraungos án verulegrar sprengivirkni. Engin merki sjást um jökulhlaup, samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar.

Gosið er hraungos, og er norðan við Dyngjujökul í Holuhrauni. Samkvæmt upplýsingum almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra er hraunið þunnfljótandi og virðist rólegt.

Gossprungan um 1 km löng, við norðurenda Holuhrauns. Hraunið rennur til suðausturs. 

Skilgreint hættusvæði vegna blindflugs hefur verið minnkað og nær nú upp í 5.000 feta hæð. Allir áætlunarflugvellir á Íslandi eru opnir. Í fyrstu, rétt eftir að gosið hófst, náði hættusvæðið m.a. yfir Akureyrarflugvöll. 

Myndavél 1

Myndavél 2

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert