Hringt við stærri athafnir

Fólk hefur vafalítið ólíkar skoðanir á kirkjuklukknahljómnum.
Fólk hefur vafalítið ólíkar skoðanir á kirkjuklukknahljómnum. mbl.is/Jim Smart

Borgaryfirvöld hafa nú til umfjöllunar tillögu af vefnum Betri Reykjavík, þess efnis að kirkjuklukkum í borginni verði eingöngu hringt við stærri athafnir.

„Í dag er það frekar talin kvöð en kostur að búa nálægt kirkju. Klukknahljómurinn getur verið sérstaklega óþægilegur fyrir t.d. fólk sem vinnur á næturvöktum eða yngstu börnin sem sofa á þessum tíma,“ segir m.a. í rökræðunni um tillöguna á betrireykjavik.is, en færslan er rituð fyrir meira en ári af höfundi tillögunnar, Birgi Steinarssyni.

„Þegar ég sendi þetta bjó ég við hliðina á Laugarneskirkju og fannst þetta bara óþarfa hávaði á misheppilegum tíma,“ segir Birgir í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert