Skjálfti upp á 5,2 stig

Eldgos hófst í Holuhrauni skömmu eftir miðnætti en miklar jarðhræringar …
Eldgos hófst í Holuhrauni skömmu eftir miðnætti en miklar jarðhræringar hafa verið í norðanverðum Vatnajökli, Bárðarbungu og Dyngjujökli. Elín Esther

Jarðskjálfti upp á 5,2 stig varð klukk­an 12:21 við norðan­verða brún Bárðarbungu­öskj­unn­ar, að því er fram kem­ur á vef Veður­stofu Íslands. 

Rúmri klukku­stund fyrr varð ann­ar stór skjálfti á svipuðum slóðum en hann mæld­ist 4,8 sig. Skjálfta­virkni er tölu­verð á þess­um slóðum þessa stund­ina og hafa þrett­án jarðskjálft­ar hið minnsta, sem eru meira en tvö stig, mælst í og við norðan­verðan Vatna­jök­ul. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Veður­stofu Íslands eru þess­ar jarðhrær­ing­ar í takt við það sem hef­ur verið á þess­um slóðum und­an­farna daga. Áfram er fylgst grannt með jarðhrær­ing­um við og und­ir jökli.

  • Klukk­an 00:02 sáust merki um hraungos á vef­mynda­vél Mílu sem staðsett er á Vaðöldu.
  • Upp úr miðnætti sáust veik merki um gosóróa á mæl­um Veður­stof­unn­ar.
  • Kl. 00:20 meta vís­inda­menn Veður­stof­unn­ar, Jarðvís­indar­stofn­un­ar Há­skól­ans og Cambridge há­skóla eld­gosið sjón­rænt.
  • Hraungos varð á 600 metra langri sprungu og lá eft­ir eldri gossprungu um Holu­hraun, u.þ.b. 5 km norðan við jaðar Dyngju­jök­uls.
  • Lítið magn af hrauni kom úr gos­inu og hraun­rennsli virðist hafa stöðvast um kl. fjög­ur í nótt.
  • Hápunkt­ur goss­ins er tal­inn hafa verið á tíma­bil­inu  00:40 – 01:00
  • Tölu­vert dró úr skjálfta­virkni þegar gosið hófst en fjöldi skjálfta er nú aft­ur svipaður og und­an­farna daga.
  • TF- SIF fór í loftið kl. 9:30 og fyrstu mynd­ir úr vél­inni sýna að gufa stíg­ur upp úr gossprung­unni.
  • Eng­ar vís­bend­ing­ar eru um að dragi úr ákafa at­b­urðanna.
  • Ekki er hægt að segja til um það á þess­ari stundu hvert fram­haldið verður. Þrír mögu­leik­ar eru enn tald­ir lík­leg­ast­ir:
  • o  Að inn­flæði kviku stöðvist og skjálfta­hrin­an fjari út og ekki komi til ann­ars eld­goss.
  • o  Gang­ur­inn nái til yf­ir­borðs og eld­gos hefj­ist á ný norðan Dyngju­jök­uls, jafn­vel á nýrri sprungu. Ekki er hægt að úti­loka gos með hraun­flæði og/​eða sprengi­virkni.  
  • o  Gang­ur­inn nái til yf­ir­borðs og eld­gos hefj­ist á ný en veru­leg­ur hluti eða öll sprung­an verði und­ir Dyngju­jökli. Gosið myndi leiða til jök­ul­hlaups í Jök­ulsá á Fjöll­um og e.t.v. einnig sprengigoss með ösku­falli.
  • Ekki er hægt að úti­loka aðrar sviðsmynd­ir, t.d. gos í Bárðarbungu­öskj­unni.

Frá Veður­stofu Íslands:

Klukk­an 10 í morg­un færði Veður­stofa Íslands litakóðann fyr­ir flug yfir Bárðarbungu á app­el­sínu­gul­an þar sem ekki er talið lík­legt að aska ber­ist upp í loft­hjúp­inn. Litakóði fyr­ir flug yfir Öskju er enn gul­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert