Skjálfti upp á 5,2 stig

Eldgos hófst í Holuhrauni skömmu eftir miðnætti en miklar jarðhræringar …
Eldgos hófst í Holuhrauni skömmu eftir miðnætti en miklar jarðhræringar hafa verið í norðanverðum Vatnajökli, Bárðarbungu og Dyngjujökli. Elín Esther

Jarðskjálfti upp á 5,2 stig varð klukkan 12:21 við norðanverða brún Bárðarbunguöskjunnar, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. 

Rúmri klukkustund fyrr varð annar stór skjálfti á svipuðum slóðum en hann mældist 4,8 sig. Skjálftavirkni er töluverð á þessum slóðum þessa stundina og hafa þrettán jarðskjálftar hið minnsta, sem eru meira en tvö stig, mælst í og við norðanverðan Vatnajökul. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands eru þessar jarðhræringar í takt við það sem hefur verið á þessum slóðum undanfarna daga. Áfram er fylgst grannt með jarðhræringum við og undir jökli.

  • Klukkan 00:02 sáust merki um hraungos á vefmyndavél Mílu sem staðsett er á Vaðöldu.
  • Upp úr miðnætti sáust veik merki um gosóróa á mælum Veðurstofunnar.
  • Kl. 00:20 meta vísindamenn Veðurstofunnar, Jarðvísindarstofnunar Háskólans og Cambridge háskóla eldgosið sjónrænt.
  • Hraungos varð á 600 metra langri sprungu og lá eftir eldri gossprungu um Holuhraun, u.þ.b. 5 km norðan við jaðar Dyngjujökuls.
  • Lítið magn af hrauni kom úr gosinu og hraunrennsli virðist hafa stöðvast um kl. fjögur í nótt.
  • Hápunktur gossins er talinn hafa verið á tímabilinu  00:40 – 01:00
  • Töluvert dró úr skjálftavirkni þegar gosið hófst en fjöldi skjálfta er nú aftur svipaður og undanfarna daga.
  • TF- SIF fór í loftið kl. 9:30 og fyrstu myndir úr vélinni sýna að gufa stígur upp úr gossprungunni.
  • Engar vísbendingar eru um að dragi úr ákafa atburðanna.
  • Ekki er hægt að segja til um það á þessari stundu hvert framhaldið verður. Þrír möguleikar eru enn taldir líklegastir:
  • o  Að innflæði kviku stöðvist og skjálftahrinan fjari út og ekki komi til annars eldgoss.
  • o  Gangurinn nái til yfirborðs og eldgos hefjist á ný norðan Dyngjujökuls, jafnvel á nýrri sprungu. Ekki er hægt að útiloka gos með hraunflæði og/eða sprengivirkni.  
  • o  Gangurinn nái til yfirborðs og eldgos hefjist á ný en verulegur hluti eða öll sprungan verði undir Dyngjujökli. Gosið myndi leiða til jökulhlaups í Jökulsá á Fjöllum og e.t.v. einnig sprengigoss með öskufalli.
  • Ekki er hægt að útiloka aðrar sviðsmyndir, t.d. gos í Bárðarbunguöskjunni.

Frá Veðurstofu Íslands:

Klukkan 10 í morgun færði Veðurstofa Íslands litakóðann fyrir flug yfir Bárðarbungu á appelsínugulan þar sem ekki er talið líklegt að aska berist upp í lofthjúpinn. Litakóði fyrir flug yfir Öskju er enn gulur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert