Slagurinn um eignarhald DV

Reynir Traustason og Ingi Freyr Vilhjálmsson
Reynir Traustason og Ingi Freyr Vilhjálmsson mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

„Það er ósiðlegt að ryðjast inn á rit­stjórn með pen­inga til þess eins að reka ein­hvern,“ seg­ir Reyn­ir Trausta­son, rit­stjóri DV, um átök­in sem hafa verið um eign­araðild að fjöl­miðlin­um að und­an­förnu og leiddu meðal ann­ars til þess að Þor­steinn Guðna­son var sett­ur af sem stjórn­ar­formaður.

Reyn­ir og aðrir starfs­menn DV hafa sakað Þor­stein um að standa fyr­ir fjand­sam­legri yf­ir­töku á fé­lag­inu DV ehf., sem ann­ast rekst­ur fjöl­miðils­ins. Efnt hef­ur verið til aðal­fund­ar fé­lags­ins klukk­an þrjú í dag á Hót­el Reykja­vík Natura þar sem ný stjórn verður kjör­in og Reyn­ir ger­ir ráð fyr­ir að fá reisupass­ann. Björn Þor­láks­son, rit­stjóri Ak­ur­eyr­ar viku­blaðs, hef­ur afþakkað boð um rit­stjóra­stöðuna.

„Ítrekað komið til bjarg­ar“

Þor­steinn var sett­ur af sem stjórn­ar­formaður þann 16. júlí sl. vegna óánægju annarra stjórn­ar­manna með hluta­fjár­kaup hans, en hann var sagður hafa setið báðum meg­in borðsins þegar hann seldi eig­in fé­lagi hlut í fjöl­miðlin­um. Eft­ir þessa ákvörðun keypti fé­lag í hans eigu hlut Lilju Skafta­dótt­ur í DV, en hún var áður meðal stærstu eig­anda. Fé­lög tengd Þor­steini eiga því nú um þrjá­tíu pró­senta hlut í fjöl­miðlin­um. Þá hafa enn frek­ari hrær­ing­ar verið á eign­ar­hald­inu þar sem Björn Leifs­son, eig­andi World Class, keypti 4,42 pró­senta hlut í vik­unni.

Ingi Freyr Vil­hjálms­son, blaðamaður DV, hef­ur einnig bendlað Sig­urð G. Guðjóns­son, hæsta­rétt­ar­lög­mann, sem m.a. gæt­ir hags­muna Björns Leifs­son­ar og Þor­steins Guðna­son­ar, við yf­ir­tök­una. Sig­urður hef­ur tekið fyr­ir þetta og seg­ist aðeins starfa fyr­ir þá sem hafi lánað DV og Reyni um­tals­verða fjár­muni á und­an­förn­um árum og nú sé komið að skulda­dög­um.

Þor­steinn seg­ir ásak­an­ir um fjand­sam­lega yf­ir­töku vera ósann­ar. Hið rétta sé að fé­lög í hans eigu hafi keypt hluta­fé og lánað fjár­magn til hluta­fjár­kaupa í DV til þess að treysta rekst­ur þess. „Hvernig sá sem ít­rekað hef­ur komið fyr­ir­tæki til bjarg­ar, get­ur allt í einu orðið óvin­ur­inn und­ir rúm­inu, er sjálf­stætt rann­sókn­ar­efni. Aft­ur er eina skýr­ing­in, að Reyn­ir hafi ekki gert sín­um nán­ustu sam­starfs­mönn­um rétta grein fyr­ir stöðu mála og sé nú í ein­hverri ör­vænt­ingu að reyna að skrifa sög­una efti­rá.“ seg­ir hann í yf­ir­lýs­ingu og bæt­ir við að upp­hæðirn­ar sem hann hafi komið með inn í fyr­ir­tækið að beiðni Reyn­is hlaupi á tug­um millj­óna króna. „Auðvitað segja þeir þetta, en merk­in sýna verk­in og þetta fer allt fram í myrkri. Þeir eru klár­lega að reyna að ná meiri­hluta og eru úti um all­an hóp­inn að kaupa upp bréf­in,“ seg­ir Reyn­ir um yf­ir­lýs­ingu Þor­steins. „Ef það er lög­legt og siðlegt segi ég nú bara verði þeim að góðu og ég mun lúta höfði og beygja mig fyr­ir þeim,“ seg­ir hann.

Segja sjálf­stæði stefnt í hættu

Reyn­ir seg­ir áskrif­end­ur lagða á flótta og bend­ir á að tæp­lega hundrað manns hafi sagt upp áskrift sinni vegna máls­ins.„Ég hef sagt þeim að bíða og snúa ekki við okk­ur baki, en all­ir segja það sama; að breyt­ing­ar á eign­ar­haldi þýði að þau vilji ekki kaupa blaðið,“ seg­ir hann og bæt­ir við að þegar menn séu spurðir nán­ar út í málið bendi þeir á að eign­ar­hald Björns Leifs­son­ar sé ástæðan. „Það er gríðarleg reiði í gangi vegna þess að þetta er svo aug­ljóst. Þarna kem­ur inn hlut­hafi sem seg­ir að ég sé stór­hættu­leg­ur mann­orðsmorðingi og vill að ég verði rek­inn.“

Meiðyrðamál Björns Leifs­son­ar gegn rit­stjóra og út­gef­anda DV bíður nú meðferðar í dóms­kerf­inu og seg­ir Reyn­ir að hann hljóti að vilja reka alla þá blaðamenn sem nefnd­ir eru í stefn­unni. Starfs­menn DV hafa þá einnig sent frá sér yf­ir­lýs­ingu þar sem þeir lýsa yfir þung­um áhyggj­um vegna ófagra orða Björns um rit­stjórn­ar­stefnu blaðsins. Þau gefi til­efni til að ótt­ast að nýir hlut­haf­ar muni ekki virða rit­stjórn­ar­legt sjálf­stæði blaðamanna.

Ekki náðist í Björn Leifs­son við vinnslu frétt­ar­inn­ar og vildi Þor­steinn Guðna­son ekki tjá sig um málið að svo stöddu.

Fram kom í máli Reyn­is Trausta­son­ar í Kast­ljósi í gær að Gísli Guðmunds­son, sem kennd­ur er við Bif­reiðar og land­búnaðar­vél­ar, hefði bjargað fé­lag­inu frá gjaldþroti í gegn­um fé­lagið Um­gjörð. Reyn­ir hélt því einnig fram að Þor­steinn Guðmunds­son hefði komið inn sem „aðstoðarmaður“ Gísla. Þegar Reyn­ir spurði Sig­urð G. Guðjóns­son hvort hon­um væri kunn­ugt um eign­ar­haldið á Um­gjörð, sagðist Sig­urði ekki vera kunn­ugt um það. Síðar sagði Sig­urður að hann færi með mál­efni Gísla Guðmunds­son­ar sem hefði látið pen­inga inn í fé­lagið og hann ynni einnig fyr­ir Þor­stein.

Birni Þor­láks­syni, rit­stjóra hjá Ak­ur­eyri Viku­blaði, var boðin rit­stjórastaða á DV en afþakkaði. Þetta staðfesti hann í sam­tali við Morg­un­blaðið en vildi þó ekki segja hver hefði boðið hon­um stöðuna. 

Sverr­ir Vil­helms­son
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert