Flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF fór í loftið klukkan 9:30 í morgun með vísindamenn og almannavarnir til að kanna gosið í Holuhrauni. Fyrstu myndir úr fluginu hafa nú verið birtar, en sprungan mælist 900 metra löng og er hún um fimm kílómetra frá jökli. Myndirnar eru teknar með radar og hitamyndavél.