Mikil skriðuhætta

Ofanflóðahættumat hefur verið gert fyrir Kjalarnes neðan Esjuhlíða. Hætta er …
Ofanflóðahættumat hefur verið gert fyrir Kjalarnes neðan Esjuhlíða. Hætta er á skriðuföllum. © Mats Wibe Lund

Tólf íbúðarhús á Kjalarnesi, neðan Esjuhlíða, lenda innan ofanflóðahættusvæðis sem nýbúið er að skilgreina.

Fimm þeirra eru á miklu hættusvæði sem ekki má byggja meira á nú þegar hættumatið er ljóst, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Ofanflóðahættumat fyrir Kjalarnes neðan Esjuhlíða var kynnt borgarráði Reykjavíkur á miðvikudaginn. Svæðið er meðal þekktustu skriðusvæða landsins. Gunnar Guðni Tómasson, formaður hættumatsnefndar Reykjavíkur, segir að þetta sé í fyrsta skipti sem formlegt ofanflóðahættumat er gert fyrir Kjalarnesið, en það var unnið af Veðurstofu Íslands fyrir nefndina.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert